Velkomin á Hönnun.Net!
Hér getið þið pantað fagleg kort og annað skemmtilegt, allt hannað eftir ykkar óskum. Býð uppá persónuleg boðskort og jólakort

Endilega skoðaðu þig um á síðunni, hér er hægt að finna sýnishorn af kortum og merkimiðum, verðlisti er inní upplýsingum um hverja tegund, sem og á verðlistasíðunni. Á facebook mun ég svo setja inn þegar ég set inn eitthvað nýtt og svo framvegis.

Um stærð mynda: Ég þarf helst að fá upprunalegu myndina, og ef hún er skönnuð þá helst sem stærsta. Ég hef samband ef ég þarf stærri mynd, og leyfi mér að gera pöntun ekki ef myndin er ekki nógu stór, en hef samband ef svo er. Get því miður ekki unnið með myndir teknar af netinu eins og af facebook.

Ef þú hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband!

Ég heiti Elísa Rún og er 21 árs. Ég hef haft mikinn áhuga á hönnun og hef verið að fikta við það síðan 2008. Honnun.net var fyrst opnuð árið 2010 þegar ég hafði verið að búa til hönnun korta og fékk þessa hugmynd. Svo hafa fleiri hlutir bæst við síðuna síðan þá. Endilega skoðaðu það sem er boðið uppá og ekki hika við að hafa samband.

Hafðu samband

Endilega hafðu samband ef þú hefur einhverjar athugasemdir eða spurningar. Þú getur haft samband við mig á facebook síðu Hönnun.Net, eða í gegnum email á honnun@honnun.net